Stökur


 

HEIM OG HEIMA

Ölát móðir eykur gróða,
eflir þjóðarhag.
Vorsins óður er að bjóða
öllu góðan dag.

Hér mig þreytir hafsins óður,
hann þó breyti klið.
Alltaf leitar andinn hljóður
eftir sveitarfrið.

Þegar snjallar vorsins vættir
vaka t fjallageim,
mér finnst allir eðlisþættir
á mig kalli heim.

Féll þar á með flúð og strauma
fjalls úr háu þröng.
Oft um þrá og æskudrauma
aldan bláa söng.

Lóuhljóðin, laut og bali,
lítið gróðurbarð,
fossaóður, árdagssvali,
allt að ljóði varð.

 


 

BRÚNN

Brúnn þó galla beri fjöld ,
bót má kalla hreina,
að skilar Halli heim í kvöld
hann án allra meina.

 

GAMAN MÁL

Margt þó lami líf og dug,
léttum ama úr sálum.
Kveðum saman, herðum hug,
hreyfum gamanmálum.

 

ÞULARHYLLI

Ekki er klukkan orðin sjö,
ennþá hefir birtan völdin.
Mikið þrái ég Þorstein Ö.,
þegar fer að skyggja á kvöldin.

 

SÓLSETUR

Sól á kvöldi sigur rótt
sæng í köldu ránar.
Dregst að völdum dimmbrýnd nótt,
dökku tjöldin lánar.

 

BLESSUÐ NÓTTIN

Nú er rótt og næðisstund
nýjan þr6tt vill bjóða.
Yfir dróttir breiðir blund
blessuð nóttin hljóða.

 

HEIM

Götusallinn greiðir spor
gegnum allan bæinn.
Hug minn kallar hlýlegt vor
heim í fjallablæinn.

 

VIÐ SÆINN

Hringast gárar hafs á ál
hvert við áratakið.
Vekur þrár í þreyttri sál
þýða bárukvakið.

ÞÖGNIN

Samúð hægir hugans mein,
hlýju fagnar sálin,
samt á þögnin oftast ein
innstu hjartans málin.

 

VIÐ EINKASONINN

Hvert sem stefnir leið um láð
lífs í öfugstreymi,
ætíð Drottins ást og náð
annist þig og geymi.

 

BUNDIN

Ég í steini bundin bý
bási meinaþröngum,
geisla hreina á þó í
andans leynigöngum.

Heims þó gælur glepji menn,
gremju kæli straumar,
eiga hæli hjá mér enn
hlýir sæludraumar.

 

TÍZKAN

Hér er ei spurt um hjarta og sál,
– heimur margan villir –
það er silkisokka mál,
sem að hugann fyllir.

Þeir, sem hafa á tízku traust,
tældir verða í kaupum.
Betra er að hafa brjóstið hraust,
búast má við hlaupum.

 

MAN ÉG

Man ég áar máttug völd, man ég bláa strauma, man ég gljáu mánatjöld, man ég þrá og drautna. Man ég fátt til mæöu dró, man ég kátt var geðið, man ég sátt í muna bjó, man ég hátt var kveðið.

Ég er sátt við allt og eitt,
ennþá kátt er geðið,
er þó háttum orðið breytt,
oftast lágt er kveðið.

 

FJALLASKJÓL

Ef að þungbrýn þrautaský
þvinga hugsun alla,
skaltu leita athvarfs í
örmum hlárra fjalla.

Þar er allt svo hreint og hátt
hugann mun það styrkja,
fyrir þér opnast upp á gátt
æðsta landsins kirkja.

Gróðurmagni anga af
iðjagrænir balar,
gegnum ljóssins geislahaf
Guð í blænum talar.

 

1902

Vetur hrakinn völdum frá,
vellir taka að gróa,
mín er vakin viðkvæm þrá
við þitt kvakið, lóa.

 

1922

Enn sem fyrri Guð þér gaf
glaða rödd og mæta,
en ég er hætt að hrífast af
hljómnum lóu sæta.

 

LÆKNINGIN

Ást ei fipast enn sitt starf,
úr þér hripar gigtin,
og í svipan einni hvarf
árans piparlyktin.

 


Framhald . . .

Til baka