Er Snæfellsjökull nafli veraldar?

- eða miðpunktur heimsins?


= Skynja plöntur lífrænt umhverfi sitt? =

Margir halda því fram að ekki sé nóg að vökva blóm og bera á þau - maður verði líka að tala við blómin til þess að þau dafni vel. Ég hef heyrt fólk halda því fram í fullri alvöru að það sé hægt að sjá hvernig andrúmsloft ríki á heimilinu með því einu að skoða pottablómin - ef mikið sé um árekstra og streitu verði þau rytjuleg og dafni illa en ríki andi samkomulags og ástúðar, sé vöxtur þeirra þróttmikill og blómin þroskamikil og fögur. En er þetta nookuð nema vitleysa?

 

Nú á öld tækninnar reyna menn að vega allt og mæla. Þannig hafa menn reynt að mæla viðbrögð blóma gagnvart umhverfi sínu með hárnákvæmum rafeindamælitækjum. En hverjar eru þá niðurstöðurnar? Um það ber mönnum ekki saman - en ýmsir rannsóknarmenn telja sig hafa fengið harla merkilegar niðurstöður á þessu rannsóknarsviði.

 
Cleve nokkur Backster hefur hefur gert athyglisverðar tilraunir varðandi viðbrögð blóma gagnvart umhverfi sínu. Backster var lengi starfsmaður CIA í Bandaríkjunum en hóf síðan að starfa sjálfstætt sem leiðbeinandi um notkun lygamæla. Einhverju sinni datt honum í hug að tengja einn af lygamælum sínum við pottablóm af tegundinni Dracaena massangeanta, til að kanna hvernig það tæki til sín vatn og varð þetta upphafið að mikilli tilraunastarfsemi.

Svipuð viðbrögð og hjá fólki


Lygamælirinn sem Backster notaði var þeirrar tegundar sem notuð er til að mæla og skrá breytingar á blóðþrýsingi, svitnun og ósjálfráðum vöðvahreyfingum hjá fólki sem er undir yfirheyrslu, en mælirinn fylgist einnig með breytingum á leiðni húðarinnar. Backster tengdi lygamæli sinn við pottablómið og vökvaði það síðan. Bjóst hann við að mælast myndi aukin leiðni í blöðum þess eftir því sem vatnsmagnið ykist í vefjunum. En honum til undrunar sýndi mælirinn stöðugt minnkandi leiðni, og fannst honum þessi viðbrögð blómsins einkar svipuð og viðbrögð fólks sem verður fyrir þægilegum og afslappandi áhrifum.
Þetta fannst Backster merkilegt fyrirbæri og vel þess virði að kanna það nánar: Hvernig myndi plantan bregðast við aðgerð sem miðaði að því að skaða hana? Hann hafði einmitt verið að fá sér kaffi svo hann prófaði að dýfa blaðinu, sem lygamælirinn var tengdur við, ofaní heitt kaffið. Honum til vonbrigða olli þetta engri verulegri svörun. Eitthvað áhrifameira varð að gera. Hann ákvað að prófa að svíða blaðið með eldi.
Á sama augnabliki og þessi hugmynd kom honum í hug, og áður en hann hreyfði sig hið minnsta, tók penni síritans stóra sveiflu uppávið en fikraðist síðan hægt aftur niður. Backster fór út úr herberginu til að ná sér í eldspýtur en þegar hann kom aftur til baka tók síritinn annað stökk uppá við. Hefði lygamælirinn verið tengdur við mann, hefði slík svörun verið túlkuð sem merki um skyndilegan ótta. Þegar hann hins vegar hélt logandi eldspýtu upp að blaðinu varð mun minni svörun, og eins skömmu síðar þegar hann lét sem hann ætlaði að svíða blaðið aftur.

"Blómið gat lesið
hugsanir hans"


Backster teldi aðeins eina hugsanlega skýringu á þessu fyrirbæri - blómið gat lesið hugsanir hans. Það virtist geta greint á milli raunverulegra ætlana hans og uppgerðar. Hann áleit þó að þetta krefðist nánari rannsóknar áður en full vissa væri fengin - ef til vill var eitthvað að lygamælinum, sem hann notaði, eða þessi tiltekna planta hagaði sér með endemum. Næstu mánuði var hann niðursokkinn í hliðstæðar tilraunir með ótal tegundir plantna, prófaði fjölmörg mismunandi mælitæki og varð sér úti um hjálf annarra rannsóknarmanna. Öll þessi tilraunastarfsemi virtist honum styðja fyrstu reynslu hans, að plöntur væru gæddar einhvers konar skynjun.
Backster fullyrðir að viðbrögð haldist óskert hjá laufblaði þó það sé numið af plöntunni, eða jafnvel þó aðeins sé notaður partur af því, rétt nógu stór undir tengiflöt mælitækisins. Þá virtust blómin sýna hliðstæða svörun gagnvart öðrum tilraunamönnum en honum, og einnig gagnvart dýrum - blómin sýndu skýr viðbrögð ef hundur kom inn í herbergið þar sem tilraun átti sér stað.
 
Backster fullyrðir að blómin skynji hreyfingar köngulóa fyrirfram, og segir að það sé eins og blómin skynji einstakar ákvarðanir sem köngulærnar taka. Hann lýsir einnig einkennilegu viðbragðaleysi sem blómin hans sýndu vísindamanni nokkrum sem kom til að fylgjast með tilraununum, en vísindamaður þessi fékkst einmitt við að baka plöntur í því skyni að þurrka þær. "Það var eins og blómin mín skynjuðu yfirvofandi hættu og féllu hreinlega í yfirlið", sagði Backster.
Fyrsta tilgáta Backsters varðandi þessa hluti var sú að hann væri að rannsaka einhverja tegund hugsanaflutnings milli sín og blómanna, en seinna hafnaði hann þessari tilgátu þar sem plöntur hafa ekkert taugakerfi og því varla hægt að gera ráð fyrir hugsanastarfsemi hjá þeim. Óhugsandi var að eigna þeim nokkuð af hinum fimm mannlegu skilningarvitum, og því virtist honum skynjun utan skilningarvita einnig óhugsandi hjá þeim. Engu að síður virtist honum sem hann væri að skipta við einhvers konar meðvitund, og valdi hann hafnið "frumskynjun" á þetta fyrirbæri.

Glæparannsóknir
með blómum


Backster hélt tilraunastarfsemi sinni áfram ótrauður og sneri sér nú að glæparannsóknum með blómum sínum. Hann varð sér úti um aðstoð sex nemenda í glæparannsóknarfræðum, og lét þá draga um það hver þeirra skyldi fremja "glæp". Enginn þeirra fékk að vita hver dró merktan miða nema viðkomandi sjálfur, en ákveðið var fyrirfram að eftir að þeir yfirgæfu rannsóknarstofuna myndir "glæpamaðurinn" læðast þangað inn aftur og tortíma tveimur pottaplöntum. Þetta var svo framkvæmt margoft.
 
Þau pottablóm, sem orðið höfðu "vitni" að drápi "félaga" sinna, voru tengd við mælitæki og hinir sex nemar látnir standa frammi fyrir þeim einn og einn í senn. Fimm þeirra . . .
 

 

Framhald . . .

 

 

 

 

Framhald . . .

 

 

Sjá einnig: Grein um "Nálastunguaðferðina og grundvöll hennar" - viðtal við Marinó Njálsson . . .
 

Heim aftur