Er Snæfellsjökull nafli veraldar?

- eða miðpunktur heimsins?


= Í lausu lofti =

". . . En þá getur að líta sjón, sem ég gleymi aldrei. Indriði liggur láréttur í loftinu svo sem í brjósthæð minn og sveiflast þar fram og aftur, með fæturna útað glugganum, og virðist mér hinn ósýnilegi kraftur, sem heldur honum í lofti, vera að leitast við að skotra honum útum gluggann. Ég hef ekki hér á neina bið, gríp yfirum miðilinn, þar sem hann vofir í loftinu, og þrýsti honum niðurí rúmið og held honum þar föstum. En þá finn ég, að okkur er báðum lyft upp. Hrópa ég þá á Þórð Oddgeirsson og bið hann að koma okkur til hjálpar. Þórður bregður við og af stað inní svefnherbergið. Þá er kastað á móti honum stóli, en Þórði tekst að skjóta sér framhjá honum, og fellur stóllinn niður hjá ofninum í fremra herberginu, Þegar Þórður kemur inní svefnherbergið, ligg ég á brjósti Indriða, en hann leggst ofaná kné hans, og er Indriði þá allur á riði í rúminu . . .


 

Loftfarir
Indriða miðils


Frásagnir Brynjólfs Þorlákssonar, söngkennara, af Indriða Indriðasyni miðli, sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur færði í letur, þykja allmagnaðar – enda er Indriði miðill tlainn einhver magnaðasti fyrirburðamiðill á Íslandi, bæði fyrr og síðar, og þó víðar væri leitað.

Miðilsfundir með Indriða byrjuðu árið 1095 en að þeim stóðu þeir Einar H. Kvaran rithöfundur, Haraldur Níelsson prestaskólakennari, Indriði Einarsson skrifstofustjóri, Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar o. fl. Þessir miðilsfundir voru svo haldnir með reglubundnu millibili næstu árin meðan heilsa Indriða leyfði, en hann dó úr lungnatæringu á Vífilsstaðaspítala árið 1912, á 29. aldursári.

 

Í bókinni "Indriði miðlill" segir frá fleiri loftförum Indriða og varð eins þeirra, sem Brynjólfur segir hafa gerst á fámennum miðilsfundi, á þessa leið: " . . . Þá vitum við ekki fyrr til en búið er að hefja sóffan á loft með Indriða í, án þess að við yrðum varir við, þegar honum var lyft . . .   Þreifuðum við nokkrir vandlega hátt og lágt um sóffann, undir hann og allt í kringum hann. Þar var ekki um að villast. Sóffinn var hérumbil í brjósthæð okkar frá gólfi með Indriða í, og gengum við úr skugga um, að honum var ekki haldið uppi af neinu finnanlegu afli. Þannig sat sóffinn blýfastur í loftinu það lengi, að við höfðum allir nægan tíma til að þreifa á honum. Síðan seig hann hægt niður á gólfið . . . "

Til voru þeir sem héldu því fram að Indriði miðill hefði aðeins verið kænn svikari og sjónhverfingamaður og kölluðu um þá sem vitnuðu um undrin "ginningarfífl hans og auðtrúa einfeldninga". En það sönnuðust aldrei svik af neinu tagi á Indriða – hin mögnuðu fyrirbæri sem urðu á miðilsfundum hans eru því forvitnileg ráðgáta.

Gandreið


Íslenskar þjóðsögur eru fátækar af eiginlegum frásögnum af loftförum manna, nema ef telja skal gandreið skylt fyrirbæri. Er lagt skyldi í gandreið þurfti nokkuð að kunna fyrir sér. Hafa þurfti svonefnt gandreiðarbeisli – var það kunnáttusamlega gert með römmustu göldrum og forneskju, en þau fræði munu nú vera týnd að mestu sem kveða á um hvernig beislið var útbúið, nema það skyldi vera úr mannshúð og rist galdrastöfum. Beislið mátt svo leggja við hauskúpur, steina, dýr o. fl. og breyttist þetta þá óðar í hest sem gat farið gandreið yfir höf og lönd. Kröftugast var þó að nota fólk til gandreiðar – þekkt er þjóðsagan um prestfrúnna sem reið vinnumanni sínum þvert yfir Atlantshafið til fundar við kölska sjálfan, sem samkvæmt þjóðtrúnni átti þá að vera skólameistari við Svartaskóla [nú Sorbonne-háskóla] í París.

Í frásögnum íslenskar manna sér þess þó víða stað, að þeir telja sig hafa losnað undan áhrifum þyngdarkrafts jarðar mað einhverjum hætti. Hermann Jónasson, landbúnaðarfrömuður og alþingismaður, segir t.d. frá slíkri reynslu í bók sinni "Dulrúnir". Þar segir Hermann m.a. um þetta efni. "Það er að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum, er ég hefi alls eigi getað skilið mig, hafi ég með öllu verið háður þyndarlögmálunum. Enfremur að minnsta kosti tvívegis, að ég stend ráðþrota með skilning, hafi þessi umræddi óþekkti kraftur eigi verkað út frá mér. Öll skiptin bar þetta við í ítrasta lífsháska, nema einu sinni."

Hermann lýsir því er hann féll í Skjálfandafljót að vetrarlagi og var hætt kominn á þessa leið: " . . . Þegar ég hafði fallið rúmlega alin niður með fönninni, þá var það alls eigi á mínu færi, að geta að sjálfráðu vegið mig upp, og það áfram, er ég hafði seilst langt með stafnum, og það við öfuga hendi."

"Um leið hverfur
þyngd mín að mestu"

 

 

Framhald . . .

 

 

 

 

Framhald . . .

 

 

.

Samantekt: Bragi Óskarsson

Heim aftur