Er Snæfellsjökull nafli veraldar?

- eða miðpunktur heimsins?


= Litast um í álfabyggðum =

Álfakonungurinn á Íslandi

býr í Snæfellsjökli

– rætt við Erlu Stefánsdóttur sjáanda

Þegar talað er um álfheima eða hulduverur fyllast sumir vandlætingu og telja allt slíkt til örgustu hjátrúar og hindurvitna. Fleiri munu þeir sem forðast að taka nokkra afstöðu í þessu efni, telja það kannski fyrir utan mannlegan skilning eða eitthvað sem menn muni fá nánari skýringu á í framtíðinni. Í ritdómi um þjóðsögur K. Maurers skrifar Jón Sigurðsson forseti: "Látum svo vera að mörg trú sé hindurvitni, vér getum ekki að því gert, að oss finnst þessi trú vera samfara einhverju andlegu fjöri og skáldlegra tilfinninga, sem ekki finnst hjá þeim, er þykjast svo upplýstir að trúa engu. Látum svo vera að það sé hjátrú að trúa á álfa; oss finnst það vera skemmtilegt að heyra um allt það líf sem er í hólum, steinum og klettum. Börnin leika sér við álfabörnin, smalarnir heyra strokkhljóð í hverjum hóli og holti og stórum steini; á veturna, þegar þoka er úti og myrkur og kafald, þá stendur álfhóll á stólpum, allt er uppljómað og dans og leikar og alls konar skemmtun glymur . . . Þegar svona er vættur í hverju fjalli, hverjum hól, hverjum steini, þá verður hvergi dauft eða dautt.

Dr. Sigurður Nordal skrifar í forspjalli Gráskinnu: "Sjálfum mér hefur oft að minnsta kosti farið svo, að ég mundi ekki hafa treyst mér til að horfast í augu við greindan og vandaðan sögumann, sem var að segja mér frá kynlegum hlutum, sem hann sjálfur hafði reynt, og kalla hann glóp og lygara, af þeirri ástæðu einni, að vísindin viðurkenndu ekki slíka hluti. Vísindin eru sem betur fer alltaf að færa út kvíarnar, en af því hlýtur að leiða, að þau geti sagt eitt í dag og annað á morgun um sama hlutinn. Það er þess vegna ekki nema önnur tegund hjátrúar, að afneita öllu því, sem vér í bernsku vorri kunnum ekki enn að skýra og skilja. Þá er betra að bíða átekta, láta heimild vera heimild og þora að viðurkenna, að bláköld afneitun geti verið jafn fjarri anda vísindanna sem dómgreindarlaus trú."

Álfar – huldufólk

Nú er ekki svo að skilja að álfar og álfasögur heyri með öllu fortíðinni til. Enn er til fólk sem séð hefur álfa og kann að segja nokkuð frá högum þeirra. Fáir munu hins vegar hafa lagt í það vinnu að teikna álfabyggðir og hulduverur eins og viðmælandi minn í þessu viðtali, Erla Stefánsdóttir. Nokkrar þessara mynda birtast hér á síðunni en það er þó ekki nema brot af því sem Erla hefur teiknað. Í upphafi viðtals okkar byrjaði ég á því að spyrja Erlu út í hinar ýmsu tegundir álfa.

– Það eru til fjölmargar tegundir álfa, þannig að þetta má er kannski ekki svo einfalt, sagði Erla. Mér finnst huldufólkið hafa sérstöðu og líklega eiga flestir við huldufólkið þegar talað er um álfa. Huldufólkið er nefnilega ekki ólíkt mannfólkinu, það virkar dálítið þunglamalega. Þetta er lágvaxið fólk og yfirleitt mjög skrautgjarnt.

Í þessu sambandi verður svo að hafa annað í huga – tíminn, sem okkur þykir svo sjálfsögð vídd í tilveru okkar, getur spilað dálítið með okkur þegar álfar eru annars vegar. Þó tíminn sé óhjákvæmileg staðreynd í daglegu lífi okkar er hann blekking frá öðru sjónarmiði og Guð, skapari alls, er handan tíma og rúms. Næmt fólk skynjar iðulega það sem liðið er, sér þá kannski fyrri kynslóðum bregða fyrir við ýmis störf. Ég held að slíkar fortíðarsýnir hafi oft verið misskildar og sjáendur álitið að um álfa eða huldufólk væri að ræða. Þannig hafa sennilega margar af þessum sögum orðið til um að huldufólk stundi búskap, færi í kaupstað o.s. frv. Sumt huldufólk virðist að vísu fást við svipuð störf og við mennirnir, en ég held þó að líf þess sé töluvert öðruvísi og meira í samræmi við náttúruna.

Ýmsar tegundir álfa

– Hvers konar verur heldurðu að álfar og huldufólk séu?

Þessar verur virðast vera á þróunarleið til hliðar við mannþróunina. Sjálfsagt stefna þær allar að auknum þroska eins og við. Huldufólkið er líkt mannfólkinu að því leyti að það virðist vera miklar félagsverur – ég sé það aldrei eitt sér heldur lifir það alltaf saman í bæjum. Álfar búa hins vegar margir einir sér og eins eru tívarnir, sem eru mjög háþróaðar verur, venjulega útaf fyrir sig.

Ef til vill er auðveldast fyrir menn að komast í snertingu við huldufólkið af öllum þessum verum þar sem því virðist svipa til okkar að mörgu leyti, eins og ég sagði áðan. Huldufólkið virðist þurfa að hafa töluvert fyrir lífi sínu, það stritar eins og við og allmikill munur virðist vera á efnum þess sem ráða má af klæðnaði og híbýlum.

– Hefurðu talað við huldufólk?

 

 

Framhald . . .

 

 

– Nú sérð þú þessar verur alltaf – getur ekki verið erfitt að þekkja þær frá mönnum?

 

 

Framhald . . .

 

 

– Hversu margar tegundir álfa hefur þú séð hér á landi?

 

 

Framhald . . .

 

 

Ættkvíslir álfakyns

 

 

Framhald . . .

 

 

– Hvað hafa þessar verur fyrir stafni?

 

 

Framhald . . .

 

 

Kúluhús álfa í Laugarnesi

 

 

Framhald . . .

 

 

– Hvað um álfabyggðir hér í Reykjavík og nágrenni?

 

 

Framhald . . .

 

 

Yfir Reykjavík vakir stór og björt vera og virðist vera hægt að skynja hana mjög langt aftur í tímann. Hvort við köllum hana engil eða tíva skiptir varla máli – en hún er stór og björt í hvítum og bláum tónum, og er og verður verndari borgarinnar og Seltjarnarness.

Undir Esjunni, ofanvert við Kjalarnesið, er mikil huldufólksbyggð. Þar er álfakirkja. Athyglisvert er að krossinn á öllum álfakirkjum er sérstakrar gerðar og öðruvísi en krossinn sem við notum þar sem þverslárnar eru tvær og vísa í hinar fjórar höfuðáttir.

– Hvað heldur þú að það tákni?

 

 

Framhald . . .

 

 

Að vingast við huldufólk

 

 

Framhald . . .

 

 

– Hvaða viðhorf hefur huldufólk til manna?

 

 

Framhald . . .

 

 

– Og hvernig átti það að fara að því að vingast við huldufólkið?

 

 

Framhald . . .

 

 

– Og gerði fólkið þetta?

 

 

Framhald . . .

 

 

Landið á sér innri veröld

 

 

Framhald . . .

 

 

 

 

Framhald . . .

 

 

– Heldurðu að álfatrú sé ennþá mikil hér á landi?

 

 

Framhald . . .

 

 

Landnámsmenn vissu þetta og ég held að þeir hafi verið nærfærnari í umgengni sinni við landið en síðar varð. Þeir vissu að þessar verur voru til – það sést á fornum bókum eins og t.d. Snorra Eddu þar sem töluvert er ritað um þær. Nú þegar flestir lifa í grjóthúsum og hafa ekki annað en grátt malbikið fyrir augum dags daglega hefur almenningur tapað þessu næmi. Við höfum fjarlægst náttúruna og erum ekki í eins sterkum tengslum við hana og áður. Fólk sem býr í sveitum verður meira vart við þessar verur. Við getum tekið Snæfellsnes sem dæmi. Ef maður fer heim á bæi þar veit fólkið venjulega hvar álfabyggðirnar eru þó það sé ekki skyggnt og varast að gera álfunum ónæði að nauðsynjalausu.

– Heldurðu að huldufólkið verði mikið vart við menn?

 

 

Framhald . . .

 

 

Álfakonungurinn í Snæfellsjökli

 

 

Framhald . . .

 

 

 

 

Framhald . . .

 

 

– Nú hafna vísindin álfum og hulduverum með öllu.

 

 

Framhald . . .

 

 

 

 

Framhald . . .

 

 

Viðtal: Bragi Óskarsson